Fara í efni

Starfsendurhæfingarsjóður - samstarfsverkefni allra aðila á vinnumarkaði

Til baka
Undirskrift nýrrar skipulagsskrár fyrir Starrfsendurhæfingarsjóð
Undirskrift nýrrar skipulagsskrár fyrir Starrfsendurhæfingarsjóð

Starfsendurhæfingarsjóður - samstarfsverkefni allra aðila á vinnumarkaði

Gengið hefur verið frá nýrri skipulagsskrá fyrir Endurhæfingarsjóð þar sem samtök launamanna og atvinnurekendur hjá hinu opinbera gerðust aðilar að sjóðnum.  Við þetta tækifæri var nafni sjóðsins breytt til að endurspegla betur starfsemi hans og heitir hann nú Starfsendurhæfingarsjóður.

Með þessu er stigið mikilvægt skref í þá átt að tryggja öllum starfsmönnum á vinnumarkaði þjónustu í formi starfsendurhæfingar ef um er að ræða skerta vinnugetu vegna veikinda eða slysa.

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun nýrra samþykkta fyrir Starfsendurhæfingarsjóð.  Á myndinni eru Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Hallur Páll Jónsson mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, Inga Rún Ólafsdóttir sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, Eiríkur Jónsson formaður KÍ, Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA og Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband