Fara í efni

Sérhæft matsteymi á höfuðborgarsvæðinu

Til baka
fundur með sérfræðingum á höfuðborgarsvæðinu
fundur með sérfræðingum á höfuðborgarsvæðinu

Sérhæft matsteymi á höfuðborgarsvæðinu

Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið starfandi sérhæft matsteymi sem nú hefur verið eflt til muna með aðkomu fleiri sérfræðinga. Fyrsti fundur þessa sérfræðinga var haldinn í Sætúni 1 í síðusta viku þar sem farið var yfir hugmyndafræði Starfsendurhæfingarsjóðs, verkfæri og verkferla tengdu sérhæfðu mati.

Sérhæft mat felur í sér nánari greiningu og mat utanaðkomandi sérfræðinga á stöðu og möguleikum einstaklingsins. Á grundvelli sérhæfðs mats er tekin ákvörðun um hvort, og þá hvernig, megi efla starfshæfni. Niðurstaða matsins segir til um starfsendurhæfingarmöguleika einstaklings og tillögur að úrræðum í samræmi við það. Einnig eru sérstaklega skoðaðir möguleikar og úrræði sem stuðla að endurkomu viðkomandi einstaklinga á vinnumarkaðinn. Eftir að niðurstöður sérhæfðs mats hafa verið kynntar fyrir viðkomandi einstaklingi eru þær, í samráði við hann, sendar heimilislækni eða viðeigandi meðferðaraðilum. Í sérhæfðu matsteymi á höfuðborgarsvæðinu eru eftirtaldir aðilar:

  • Ólöf Bjarnadóttir taugalæknir og endurhæfingarlæknir
  • Gunnar Guðmundsson endurhæfingarlæknir
  • Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir
  • Berghildur Ásdís Stefánsdóttir sjúkraþjálfari
  • Margrét Theodórsdóttir iðjuþjálfi
  • Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur
  • Smári Pálsson taugasálfræðingur
  • Davíð Vikarsson sálfræðingur
  • Andrés Kristjánsson sjúkraþjálfari

Matsstjóri sérhæfðs mats er Ása Dóra Konráðsdóttir sérfræðingur Starfsendurhæfingarsjóðs

Fyrsta sérhæfða matsteymið á landbyggðinni hefur nú tekið sín fyrstu skref á Akureyri. Í því teymi eru eftirtaldir aðilar:

  • Friðrik Vagn Guðjónsson læknir
  • Ragnhildur Jónsdóttir sjúkraþjálfari
  • Anna María Malmquist iðjuþjálfari
  • Alice Björgvinsdóttir sálfræðingur

Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband