Nýr samningur um sálfræðiþjónustu
Nýr samningur um sálfræðiþjónustu
VIRK hefur uppfært rammasamning við sálfræðinga frá árinu 2010 en í honum er skilgreind sú þjónusta sem VIRK óskar eftir að kaupa af sálfræðingum. Nýr samningur tekur gildi frá og með 1. nóvember 2015.
Sálfræðingar sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í samningnum geta sent VIRK umsókn um aðild að samningi ásamt verðtilboði. Mikilvægt er að með umsókn fylgi þau gögn sem kveðið er á um í samningnum.
Þeir sálfræðingar sem nú þegar eru aðilar að samningi milli VIRK og sálfræðinga og óska eftir því að vera aðilar að nýjum samningi þurfa að fylla út nýja umsókn og senda inn. Skila má umsóknum ásamt fylgigögnum annaðhvort í bréfpósti til VIRK eða í tölvupósti á netfangið virk@virk.is.
Nánari upplýsingar um samninginn og umsóknareyðublaðið vegna hans má finna hér.