Rýnihópur um skilgreiningar í starfshæfnismati
Rýnihópur um skilgreiningar í starfshæfnismati
Mikilvægt er að sameiginlegur skilningur liggi að baki þeim hugtökum sem notuð eru í því starfshæfnismati sem Starfsendurhæfingarsjóður leggur til grundvallar. Markmiðið með vinnu rýnihópsins er því að skýra betur þau lykilhugtök sem liggja þar að baki þannig að merking þeirra verði nákvæmari og tryggi sameiginlega sýn.
Starfsendurhæfingarsjóður vinnur að þessu verkefni með fimm ráðgjöfum í starfsendurhæfingu sem starfa í samvinnu við VIRK. Allir þessir ráðgjafar hafa víðtæka þekkingu og reynslu á að vinna með það starfshæfnismat sem VIRK leggur til grundvallar auk þess að hafa yfir að ráða mikla reynslu á öðrum sviðum sem nýtist inn í þessa vinnu. Þessir ráðgjafar eru:
• Karen Björnsdóttir B.Ed kennari, MA í náms- og starfsráðgjöf.
• Soffía Erla Einarsdóttir BA í sálfræði, MA í mannauðsstjórnun.
• Sigrún Sigurðardóttir BA í uppeldis-og menntunarfræði, kennslufræði og námsráðgjöf.
• Soffía Eiríksdóttir B.Sc. í hjúkrunarfræði, M.Sc í lýðheilsufræðum
• Guðfinna Alda Ólafsdóttir BA í sálfræði
Verkefnisstjóri þessa verkefnis er Ása Dóra Konráðsdóttir