Ráðstefna 9.-10. nóvember
Ráðstefna 9.-10. nóvember
Þann 9.-10. nóvember nk. verður ráðstefnan "Virkjum fjölbreyttari mannauð" haldin á Hótel
Nordica.
Ráðstefnan er haldin undir yfirskriftinni "Atvinna fyrir alla" og hefst mánudagskvöldið 9. nóvember og lýkur síðdegis þann. 10.
nóvember. Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrifaríkustu aðferðirnar á Norðurlöndum við að virkja fólk með
skerta starfsgetu og þær aðferðir sem hafa reynst árangursríkar við að gera fólki kleift að gerast á ný virkir
þátttakendur í atvinnulífinu.
Sjónum verður einkum beint að ungu fólki, 30 ára og yngra. Ráðstefnan verður haldin á ensku.
Ráðstefnurnar eru liður í formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009. Félags- og
tryggingamálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfingarsjóður standa að ráðstefnunni í samstarfi við aðrar
norrænar stofanir um atvinnu- og endurhæfingarmál.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Skráning á heimasíðunni: http://yourhost.is/arbejdetilalle2009
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni: http://norden2009.is/arbejde-til-alle