Öflun þekkingar
Til baka
06.12.2008
Öflun þekkingar
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Endurhæfingarsjóðs unnið að því að safna saman gögnum og afla þekkingar á ýmsum
þáttum er snúa að starfsendurhæfingu og starfshæfnismati. Í byrjun desember sóttu 2 starfsmenn sjóðsins námskeið í
"Arbejdsevnemetoden" en það er sú aðferðarfræði sem notuð er í Danmörku við að virkja einstaklinga til þátttöku á
vinnumarkaði og meta starfshæfni. Einnig höfum við verið í sambandi við einn helsta sérfræðing Noregs í starfshæfnismati og
rætt við hann ýmsar hugmyndir og tillögur sem eru í þróun hjá okkur.