Fara í efni

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Til baka
Jónína Waagfjörð
Jónína Waagfjörð

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Jónína Waagfjörð hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá VIRK fyrir þróunarverkefnið Virkur vinnustaður. Hún er sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem slíkur í yfir 20 ár. Árið 1989 útskrifaðist hún með MSc gráðu innan taugasjúkdóma og hreyfistjórnunar frá Boston University í Bandaríkjunum. Eftir útskrift starfaði hún í Bandaríkjunum við sjúkraþjálfun þar sem hún kenndi sjúkraþjálfun við University of South Alabama og vann einnig við meðhöndlun sjúklinga. Síðustu 3 árin starfaði hún sem yfirmaður endurhæfingarstöðvar í úthverfi Detroit í Michigan fylki. Eftir heimkomu tók Jónína við lektorsstöðu við læknadeild Háskóla Íslands innan sjúkraþjálfunar og rannsóknastöðu við Landspítala Háskólasjúkrahús og starfaði við það í 4 ár þar til hún flutti til Bretlands. 

Þar tók hún seinni MSc gráðu sína árið 2006 frá London School of Economics and Political Sicience innan heilsuhagfræði og stefnumótunar í heilbrigðismálum. Hún tók einnig diplómanám frá Endumenntun Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun árið 2009 og í framhaldi af því hefur hún unnið verkefni tengd fjarvistaskráningu á vinnumarkaði. Hún hefur verið virkur meðlimur Félags íslenskra sjúkraþjálfara og setið í stjórn og nefndum félagsins og situr nú í stjórn vísindasjóðs Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Jónína hóf störf 1. mars síðastliðinn. 


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband