Fara í efni

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Til baka

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Héðinn Jónsson hefur verið ráðinn í starf sérfræðings á starfsendurhæfingarsviði. Hann útskrifaðist með B.sc gráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ 2002 og M.sc gráðu í heilsuhagfræði frá HÍ 2011.
Héðinn hefur starfað sem sjúkraþjálfari og samhliða því unnið sem viðurkenndur þjónustuaðili á sviði vinnuverndar. Undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur í sérhæfðum mötum fyrir VIRK.
Héðinn hefur starfað við innleiðingu Hreyfiseðla - ávísun á hreyfingu undanfarin ár en það er tilraunaverkefni á vegum Velferðarráðuneytisins. Um seinustu áramót lauk fjögurra ára formennsku hans í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara. Héðinn hóf störf 28. janúar síðastliðinn.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband