Fara í efni

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Til baka

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Sigríður Ólafsdóttir, Svava Óttarsdóttir og Þórunn Kjaran Gunnarsdóttir hófu störf nýverið hjá VIRK. Sigríður sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá VR, Svava sem fulltrúi á skrifstofu VIRK og Þórunn sem sérfræðingur á mats og eftirlitssviði.

Sigríður er félagsráðgjafi að mennt með MSc gráðu frá Edinborgarháskóla í félagsráðgjöf á sviði handleiðslu og breytingastjórnunar og með diplómagráðu í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun HÍ. Sigríður hefur langa stjórnunarreynslu og þekkingu á sviði fötlunar, öldrunar- og tryggingamála. Jafnframt hefur hún verið sjálfstætt starfandi við faghandleiðslu, ráðgjöf og námskeiðahald.

Svava er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði sem slíkur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi en hefur nýlokið skrifstofu- og bókhaldsnámi hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum.

Þórunn lauk námi frá Ergoterapeutskolen í Árósum og diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun HÍ.  Hún var áður sviðsstjóri iðjuþjálfa á geðheilsusviði Reykjalundar og hefur unnið náið með VIRK.  

Við bjóðum þær velkomnar til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband