Fara í efni

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Til baka

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Guðrún Bjarnadóttir og Eysteinn Eyjólfsson hófu störf hjá VIRK í júníbyrjun. Guðrún sem sérfræðingur á upplýsingasviði og Eysteinn sem sérfræðingur á almannatengsla og útgáfusviði.  

Guðrún hefur starfað við ýmislegt tengt hugbúnaðargerð, síðustu ár aðallega sem verkefnastjóri, greinandi og vörustjóri, nú síðast sem verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Tryggingarstofnunar. Guðrún lærði kerfisfræði í Vejle Handelsskole.

Eysteinn hefur fjölbreytta reynslu af verkefnastjórnun og kynningarmálum.  Undanfarinn vetur kenndi hann í Heiðarskóla auk þess að vera sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þar áður var hann upplýsingafulltrúi þingflokks Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Eysteinn lærði stjórnmálafræði og sagnfræði í Háskóla Íslands.

Við bjóðum þau velkomin til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband