Nýir ráðgjafar VIRK
Nýir ráðgjafar VIRK
Tveir nýir ráðgjafar hófu störf nú um mánaðarmótin. Eymundur G. Hannesson fyrir VR og Berglind Kristinsdóttir fyrir Eflingu.
Eymundur útskrifaðist úr fjögurra ára starfsréttindanámi í félagsráðgjöf vorið 2003 og hefur unnið sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg síðan. Hann sinnti þar auk almennrar félagsráðgjafar teymisstjórn og var húsnæðisfulltrúi í Breiðholti. Áður vann Eymundur ýmis störf, td. sem sjómaður, við bifreiðaþjónustu um árabil, hótelstörf o.fl. Eymundur lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1981 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1999.
Berglind útskrifaðist frá Iðjuþjálfaskólanum í Kaupmannahöfn í janúar 1998. Eftir útskrift starfaði hún á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Hún vann við endurhæfingu fólks með taugasjúkdóma á Sjálfsbjargarheimilinu í 9 ár. Árið 2005 lauk hún sérskipulögðu B.Sc. námi iðjuþjálfa frá Háskólanum á Akureyri. Frá 2008 vann hún í Ljósinu endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Berglind lauk markþjálfanámi hjá Evolvia 2013.
Við bjóðum þau bæði velkomin til starfa og óskum þeim velfarnaðar.