Nýir ráðgjafar á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum
Til baka
18.02.2013
Nýir ráðgjafar á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum
Tveir nýir ráðgjafar í starfsendurhæfingu hafa verið ráðnir til starfa hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK.
Erla Jónsdóttir er nýr ráðgjafi sem ráðinn hefur verið til starfa hjá stéttarfélögunum á Austfjörðum.
Erla útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1986 og vann um árabil sem þroskaþjálfi á
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, auk þess að reka eigið fyrirtæki um 5 ára skeið. Á árunum 2007 - 2012
starfaði hún sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi starfsendurhæfingar Austurlands. Erla er með starfsstöð hjá
stéttarfélögunum á Austurlandi, á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.
Georg Ögmundsson hefur verið ráðinn sem ráðgjafi hjá stéttarfélögunum í Vestmannaeyjum. Georg útskrifaðist sem
sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2002 og lauk diplómanámi í verkefnastjórnun frá
Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Hann starfaði sjálfstætt sem sjúkraþjálfari um fimm ára skeið en hefur
frá árinu 2007 unnið hjá Fjarðaráli við umhverfis-, heilsu- og öryggismál. Georg er með aðsetur hjá VR í
Vestmannaeyjum.