Námskeið um geðheilsu og endurkomu til vinnu
Námskeið um geðheilsu og endurkomu til vinnu
Þann 1. desember næstkomandi verður haldið NIVA námskeið á Hótel Sögu um geðheilsu og endurkomu til vinnu.
Helstu sérfræðingar á Norðurlöndunum koma hingað til að fjalla um þetta efni en auk þeirra munu íslenskir sérfræðingar sem vinna í málaflokknum tala. Námskeiðið er öllum opið.
Geðsjúkdómar eru meðal algengustu ástæðna langtímaforfalla af vinnumarkaði og því er samspil vinnuumhverfis og geðheilsu starfsmanna mikilvægt skoðunarefni til að draga megi úr slíkum forföllum og örva líkur á að þeir sem hafa veikst af geðsjúkdómi snúi aftur til vinnu.
Kostnaður vegna námskeiðsins er 150 evrur/mann.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá á þessum hlekk.
http://www.niva.org/home/#article-22841-3730-nordic-tour-2011-mental-health-and-work-6111