Námskeið 7-11. september
Til baka
11.09.2009
Námskeið 7-11. september
Vikuna 7.-11. september eru allir ráðgjafar sem starfa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hjá stéttarfélögum um allt land á
námskeiði hjá sjóðnum.
Á námskeiðinu er fjallað um grunnþætti í starfi ráðgjafanna s.s. hugmyndafræði, mat og mælitæki, siðareglur og
persónuvernd, helstu orsakir skertrar starfshæfni, velferðarkerfið, úrræði og tengsl við atvinnulífið, samskipti og samvinnu,
upplýsingakerfi , fjármálaráðgjöf og samtalstækni.