Leiðbeiningar um samskipti í skammtímaveikindum
Til baka
25.09.2012
Leiðbeiningar um samskipti í skammtímaveikindum
Reynslan hefur sýnt að opinská umræða á vinnustöðum um fjarveru vegna veikinda er jákvæð og getur dregið úr fjarveru. Tilgangurinn er ekki að taka réttmæta veikindadaga af starfsfólki heldur að skapa skýrar línur um veikindafjarveru, samskiptaferli og búa til formlegan vettvang til að ræða fjarveru starfsmanns frá vinnu þegar við á.
Æskilegt er að á hverjum vinnustað sé til stefna um vellíðan, fjarveru og endurkomu til vinnu. Hér má finna dæmi um slíkar stefnur, en í þeim er lögð áhersla á að starfsfólki sé gerð grein fyrir þeim viðmiðum sem gilda á vinnustaðnum um tilkynningar fjarveru, skil á læknisvottorði eða hvenær fjarverusamtal fer fram. Aðalatriðið er að allir viti hvaða reglur gilda og að reglurnar eigi við um allt starfsfólk. Sjá leiðbeiningar til starfsfólks um samskipti yfirmanns og starfsmanns í skammtímaveikindum.