Kynningar í fyrirtækjum
Kynningar í fyrirtækjum
Undanfarnar vikur hafa sérfræðingar VIRK ásamt ráðgjöfum farið í heimsóknir í fyrirtæki og kynnt fyrir stjórnendum hlutverk og starfsemi sjóðsins sem og hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu.
Í þessum kynningum er einnig fjallað um mikilvægi þess að grípa snemma inn í ferlið þegar einstaklingar eru með veikindarfjarveru
og eiga erfitt með að sinna sínu starfi.
Þegar um slík tilfelli er að ræða bendum við stjórnendum á að hægt er að hafa samband við ráðgjafa í
starfsendurhæfingu hjá stéttarfélagi viðkomandi starfsmanns sem getur veitt viðkomandi aðstoð. Ef starfsmaður er fjarverandi vegna veikinda
til lengri tíma getur ráðgjafi, í samstarfi við starfsmanninn, stjórnendur og nauðsynlega fagaðila og sett í gang áætlun um
endurkomu til vinnu. Þessi þjónusta er bæði starfsmanninum og atvinnurekandanum að kostnaðarlausu.
Nú þegar hafa verið heimsótt yfir 30 fyrirtæki og móttökur hafa verið mjög góðar. Mjög góðar umræður hafa myndast um atriði eins og fjarvistarstjórnun, hvernig nálgast má einstaklinga í veikindaleyfi, hvernig stuðning hægt er að veita o.s.frv.
Á næstu mánuðum verður haldið áfram að heimsækja fyrirtæki, en ætlunin er að fara í flest fyrirtæki á
landinu.
Stjórnendur geta einnig haft samband við VIRK og óskað eftir því að fá kynningu.