Kallað eftir útdráttum vegna norrænu ráðstefnunnar í Reykjavík
Kallað eftir útdráttum vegna norrænu ráðstefnunnar í Reykjavík
VIRK stendur að samnorrænni ráðstefnu um starfsendurhæfingu sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica dagana 5.–7. september. Frestur til að skila inn útdráttum (abstract) fyrir erindi og/eða veggspjöld fyrir ráðstefnuna rennur út 31. mars 2016.
Þátttakendur og fyrirlesarar á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu á Norðurlöndunum, koma frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi. Þeir munu fjalla um rannsóknir og verkefni sem tengjast endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða “best practise rannsóknir og gæðaverkefni sem leggja áherslu á að auðvelda samvinnu milli vinnustaða og starfsendurhæfingar.
Aðalfyrirlesarar eru:
Dr. Tom Burns – Dr. Burns er heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við University of Oxford, Englandi.
Titill erindis: „Modifying IPS – does it still work?
Dr. Reuben Escorpizo – Dr. Escorpizo er prófessor við University of Vermont, Bandaríkjunum og stundar rannsóknir við Swiss Paraplegic Research í Sviss.
Titill erindis: „Current and future efforts on using the ICF in work disability
Dr. William Shaw – Dr. Shaw er yfir rannsóknum við Liberty Mutual Research Institute for Safety, í Massachusetts, Bandaríkjunum, og kennir við University of Massachusetts Medical School Bandaríkjunum.
Titill erindis: „Improving employer policies and practices to prevent disability
Nánari upplýsingar um fyrirlesara, upplýsingar um þema ráðstefnunnar og leiðbeiningar varðandi skil á útdráttum má finna hér á www.virk.is