Samstarf við sjúkraþjálfara
Til baka
16.02.2012
Samstarf við sjúkraþjálfara
Sjúkraþjálfarar gegna mjög veigamiklu hlutverki í starfsendurhæfingu einstaklinga með stoðkerfisvandamál. Í maí 2011 var
samið við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um reglur varðandi samvinnu sjúkraþjálfara og ráðgjafa VIRK og
gjaldskrá vegna samskipta og umbeðinna greinargerða.
Til að fylgja því samstarfi eftir hélt VIRK fund með sjúkraþjálfurum 7.febrúar s.l. Á fundinn voru boðaðir
sjúkraþjálfarar frá stærri sjúkraþjálfunarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hafa í samstarfi
við VIRK og hafa reynslu af því samstarfi. Alls mættu 10 sjúkraþjálfarar á fundinn, þ.m.t. fulltrúi frá Félagi
íslenskra sjúkraþjálfara og fulltrúi frá Félagi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara.