Fara í efni

Samstarf við sjúkraþjálfara

Til baka

Samstarf við sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar gegna mjög veigamiklu hlutverki í starfsendurhæfingu einstaklinga með stoðkerfisvandamál. Í maí 2011 var samið við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um reglur varðandi samvinnu sjúkraþjálfara og ráðgjafa VIRK og gjaldskrá vegna samskipta og umbeðinna greinargerða.
Til að fylgja því samstarfi eftir hélt VIRK fund með sjúkraþjálfurum 7.febrúar s.l. Á fundinn  voru boðaðir sjúkraþjálfarar frá stærri sjúkraþjálfunarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hafa í samstarfi við VIRK og hafa reynslu af því samstarfi. Alls mættu 10 sjúkraþjálfarar á fundinn, þ.m.t. fulltrúi frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara og fulltrúi frá Félagi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara.

Markmið fundarins var að ræða fyrirkomulag samstarfsins eins og það er í dag og heyra frá sjúkraþjálfurum hvað megi betur fara. Fram kom hjá þeim sjúkraþjálfurum sem voru viðstaddir að samskipti við ráðgjafa eru mikilvæg til að tryggja flæði á nauðsynlegum upplýsingum og markvisst samstarf. Þá er einnig mikilvægt að upplýsingar fari eftir réttum boðleiðum. Einnig kom fram áhugi  á að halda áfram þróun á markvissu samstarfi VIRK og sjúkraþjálfara og mun því verða fylgt eftir á næstu vikum.

Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband