Ertu á svölum vinnustað?
Ertu á svölum vinnustað?
VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins stóðu fyrir örráðstefnu um heilsueflandi vinnustaði með Marie Kingston - höfundi bókarinnar Stop stress og Streitustigans – á Grand Hótel miðvikudaginn 18. maí kl. 10:30 - 12:00.
Upptöku af ráðstefnunni má sjá hér og glærur Marie Kingston má finna hér.
VIRK hefur gefið úr myndband um Streitustigann - upplýsingar um það hér.
Sama dag hélt Marie Kingston vinnustofu um streitu og vinnustaði sem nýtist t.d. stjórnendum. Marie er vinnusálfræðingur sem hefur unnið með streitu, forystu og skipulagsþróun í fyrirtækjum og stofnunum meira en 20 ár.
Marie er höfundur nokkurra bóka um streitu, þar á meðal verðlaunabókarinnar Stop Stress, sem hefur verið þýdd á ensku, rússnesku og japönsku. Hún er stofnandi Kingston Consulting, fyrirtækis sem býður upp á leiðtoga- og skipulagsþróun, stjórnendaþjálfun og streitumeðferð og forvarnir fyrir stofnanir og fyrirtæki.
Örráðstefnan var ellefti fundurinn um heilsueflingu á vinnustöðum sem VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirliti standa fyrir en stofnanirnar þrjár eiga í góðu samstarfi heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.
Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.