Fara í efni

Virkur vinnustaður - Málþing 5. maí

Til baka

Virkur vinnustaður - Málþing 5. maí

Málþing um velferð og fjarvistir á vinnustöðum þar sem niðurstöður þróunarverkefnisins „Virkur vinnustaður“ verða kynntar verður haldið þann 5. maí 2015 á Grand Hótel kl. 13-16.

Jónína Waagfjörð deildarstjóri hjá VIRK, Vilhjálmur Kári Haraldsson mannauðsstjóri Garðabæjar, Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Álfheiður M. Sívertsen frá Samtökum atvinnulífsins og Rannveig J. Bjarnadóttir leikskólastjóri flytja erindi á málþinginu. Fundarstjóri verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við Háskóla Íslands.

Málþingið er öllum opið. Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Allt um þróunarverkefnið Virkan vinnustað
Haustið 2011 fór VIRK Starfsendurhæfingarsjóður af stað með mjög metnaðarfullt 3ja ára þróunarverkefni um forvarnir á vinnustað og endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. VIRK var umsjónar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins sátu í stýrihópi þess. Kannaðar voru og prófaðar leiðir sem aukið gætu vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum, fækka fjarveru þeirra og stuðningur og sveigjanleiki gagnvart einstaklingum aukinn við endurkomu til vinnu eftir langtíma veikindi, en verkefninu lauk í desember 2014. 

12 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í verkefninu, um 30 vinnustaðir innan mismunandi starfsgreina, svo sem verslunar og þjónustu, fræðslu- og heilbrigðisstarfsemi, framleiðslustarfsemi og fiskiðnaðar.

Markmið verkefnisins voru fjórþætt: Stuðla að því að brugðist væri við veikindum á vinnustöðum með fyrirsjáanlegum hætti; á vinnustaðnum væri yfirlýst stefna og markvissar leiðir sem stuðla að forvörnum og skapa aðstæður til árangursríkrar endurkomu til vinnu eftir laftímaveikindi; að auka þekkingu stjórnenda og starfsmanna á þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem áhrif geta haft á heilsu: draga úr fjarvistum; og að gert væri ráð fyrir að allir hafi hlutverk í atvinnulífinu þrátt fyrir skerta starfsgetu af ólíkum ástæðum.

Sérstakir verkefnahópar voru stofnaðir á hverjum vinnustað fyrir sig þar sem bæði fulltrúar starfsmanna og stjórnenda komu saman og unnu úr niðurstöðum þarfagreiningu sem allir vinnustaðir fóru í við byrjun verkefnisins. Þessi hópur kom síðan með tillögur til stjórnenda að stefnu, markmiðum, og leiðum varðandi velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu. Fjarverustefnan hvers vinnustaðar fyrir sig var einnig unnin innan þessa verkefnahóp.

Viðamikil fræðsluáætlun var í gangi öll þrjú árin en mjög mikilvægt er að vera með góða fræðslu bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur til að forvarnagildi fjarverustefnu skili sér markvisst inn á vinnustaðinn. Einnig var fræðsla tengd innleiðingu sérstakra fjarverusamtala sem er markvisst tæki til að hafa áhrif á skammtíma- og langtíma fjarveru. Í upphafi og lok verkefnisins for fram vinnustaðagreining auk þess sem lykiltölum fjarvista var safna öll þrjú árin hjá hverjum vinnustað fyrir sig.

Hægt er að nálgast ýmist efni sem tengist fjarverustjórnun auk nákvæmra leiðbeininga um hvernig innleiða má slíka stefnu á vinnustöðum hér á vefsíðu VIRK.  Lokaafurð verkefnisins er bæklingur um fjarverustjórnun sem hægt verður að nálgast hér á heimasíðu VIRK í maíbyrjun og málþingið 5. maí.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband