Fara í efni

VIRK í Jafnréttisvoginni

Til baka
Auður ritar undir fyrir hönd VIRK
Auður ritar undir fyrir hönd VIRK

VIRK í Jafnréttisvoginni

VIRK er þátttakandi í Jafnréttisvog Félags kvenna í atvinnulífinu, eitt þeirra 50 fyrirtækja sem lýst hafa yfir vilja eða skrifað undir viljayfirlýsingu um að vinna að jafnrétti innan sinna raða.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, varð nýverið fyrstur til að skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd síns ráðuneytis. Á sama tíma skrifuðu fjöldi fyrirtækja og opinberra aðila undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin.  Auður Þórhallsdóttir sviðstjóri mannauðsmála skrifaði undir fyrir hönd VIRK.

Undirritunin fór fram á ráðstefnunni Rétt' upp hönd sem FKA hélt nýverið ásamt samstarfsaðilum úr velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA í tilefni þess að sett hefur verið af stað hreyfiaflsverkefnið Jafnvægisvogin. Markmiðið með verkefninu er að árið 2027 verði kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi 40/ 60. 

Sjá nánar um jafnréttisvog FKA


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband