Fara í efni

Vill aukna aðkomu að aðgerðaáætlun

Til baka

Vill aukna aðkomu að aðgerðaáætlun

VIRK fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára í umsögn sinni til Velferðarnefndar Alþingis. Nefndin er með málið til umfjöllunar áður en það gengur til seinni umræðu og afgreiðslu en Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðhera mælti fyrir tillögunni á Alþingi í nóvember.

Í umsögninni fagnar VIRK markmiðum stefnu og aðgerðaáætlunar, sérstaklega því „að þjónusta við einstaklinga með geðraskanir sé samþætt og samfelld.“ eins og segitr í undirmarkmiði áætlunarinnar. Í umsögn VIRK er m.a. bent á að geðræn vandamál séu mjög algeng hjá þeim sem horfið hafa af vinnumarkaði vegna heilsubrests og slysa, að rúmlega 40% þeirra einstaklinga sem hefja starfendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK segi geðræn vandamál hamla atvinnuþátttöku sinni og það hlutfall fari vaxandi. Sérhæfð þjónusta á þessu sviði sé því stór þáttur í þjónustu VIRK, mikilvæg reynsla sé fyrir hendi og VIRK eigi í miklu samstarfi við marga aðila innan geðheilbrigðisgeirans. Þess vegna sé skynsamlegt að VIRK Starfsendurhæfingarsjóður verði talinn með sem samstarfsaðili í fleiri aðgerðum í stefnu- og aðgerðaáætluninni en ráð er fyrir gert nú.

Auk þess telur VIRK mikilvægt að fá aukna aðkomu að einum lið aðgerðaráætlunarinnar sem lýtur að því að ríki og sveitarfélög ráði fólk sem hefur lent utan vinnumarkaðar vegna langvinnra geðraskana til starfa í stofnunum sínum. Bæði vegna þess að auka þarf vægi forvarna í þessari aðgerð að mati VIRK og vegna þess að móta þarf leiðir til þess að styðja atvinnulífið til þess að vera virkir þátttakendur í verkefninu en innan VIRK er mikil reynsla af slíku, má t.d. nefna þróunarverkefnið Virkan Vinnustað.

Sjá má umsögn VIRK um stefnu- og aðgerðaráætlunina í heild sinni hér og þingsályktunartillöguna hér


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband