Fara í efni

Velheppnuð og fjölsótt ráðstefna

Til baka

Velheppnuð og fjölsótt ráðstefna

Góður rómur var gerður að erindum aðalfyrirlesaranna Dr. William Shaw, Dr. Reuben Escorpizo og Dr. Tom Burns á 4. norrænu ráðstefnunni um starfsendurhæfingu sem haldin var á Hilton Nordica Reykjavík 5. – 7. september en þar komu saman til skrafs og ráðagerða nær allir helstu sérfræðingar Norðurlandanna á sviði starfsendurhæfingar.

Ráðstefnan bar yfirskriftina Working Together – Connecting Rehabilitation to the Work Place in the Nordic Countries og var skipulögð af VIRK Starfsendurhæfingarsjóði í samvinnu við samstarfsaðilana á Norðurlöndunum; Linköping University, Svíþjóð, AIR - National Centre for Occupational Rehabilitation, Rauland Noregi, Marselisborg Centret, Danmörku og Finnish Institute of Occupational Health, Finnlandi.

Að loknu opnunarávarpi Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra var mismunandi fyrirkomulag á Norðurlöndunum í þessum efnum reifað og í kjölfarið fjallað um meginefni ráðstefnunnar; samtenginguu starfsendurhæfingar og vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys.

Vel á fimmta tug fjölbreyttra fyrirlestra voru fluttir á ráðstefnunni og málefnin rædd í vinnuhópum. Á annað hundrað erlendir fyrirlesarar og gestir sóttu Reykjavík heim ráðstefnunnar vegna, sem var mjög vel sótt og þótti velheppnuð.

Glærur fyrirlesara, afrakstur vinnuhópa og myndir frá ráðstefnunni má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband