Fara í efni

Umsóknarfrestur styrkja er til 15. janúar og 15. ágúst

Til baka

Umsóknarfrestur styrkja er til 15. janúar og 15. ágúst

VIRK Starfsendurhæfingarsjóði er heimilt samkvæmt lögum 60/2012 að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu. Framkvæmdastjórn VIRK úthlutar styrkjum tvisvar á ári í þessu skyni í samræmi við Rannsóknarstefnu VIRK og þurfa umsóknir um styrki að hafa borist sjóðnum fyrir 15. janúar eða 15. ágúst ár hvert.

VIRK veitir annarsvegar styrki til rannsóknarverkefna eða annarra verkefna tengdum starfsendurhæfingu sem hafa það að markmiði að stuðla að uppbyggingu í starfsendurhæfingu og auka almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Hinsvegar veitir VIRK styrki til uppbyggingar- og þróunarverkefna í starfsendurhæfingu sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni fjölbreytni og framboði úrræða í starfsendurhæfingu á Íslandi og þróun þeirra.

Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar af framkvæmdastjórn VIRK tvisvar á ári, í mars og október, að fenginni umsögn frá sérfræðingum sjóðsins.

Nánari upplýsingar, stefnu og reglur varðandi umsóknir auk umsóknareyðublaða fyrir styrki til rannsókna og/eða þróunarverkefna má finna hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband