Fara í efni

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf í byrjun apríl

Til baka

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf í byrjun apríl

Hildur Gestsdóttir hóf störf hjá stéttarfélögunum á Suðurlandi og er með aðsetur á Selfossi. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá Den Sociale Höjskole í Kaupmannahöfn árið 2007. Eftir útskrift vann hún í eitt ár sem félagsráðgjafi í vinnumiðstöð (jobcenter) í Danmörku. Árið 2008 flutti hún til Íslands og vann í eitt ár sem félagsráðgjafi í Vesturgarði, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Frá 2009 - 2012 starfaði hún sem félagsráðgjafi hjá sveitarfélaginu Árborg.

Brynhildur Barðadóttir er nýr ráðgjafi hjá stéttarfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, en hún er fyrsti ráðgjafinn sem er ráðinn beint til starfa hjá Hlíf og er hún með aðsetur þar. Hingað til hafa ráðgjafar Eflingar í Reykjavík sinnt félagsmönnum Hlífar. Brynhildur útskrifaðist með BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2007. Hún er einnig menntaður lyfjatæknir.
Brynhildur hefur víðtæka starfsreynslu á sviði velferðarþjónustu hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hún gegndi starfi félagsmálastjóra á Ísafirði um tveggja ára skeið. Hún starfaði í fimm ár hjá Rauða krossi Íslands við þróun úrræða og stofnun á t.d. Konukoti, fyrir heimilislausar konur, Hjálparsíma 1717 og sem forstöðumaður Rauðakrosshússins. Hjá Hafnarfjarðarðarbæ starfaði hún um tíma sem sérfræðingur á sviði uppbyggingar úrræða fyrir atvinnuleitendur.

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband