Fara í efni

Þrír nýir starfsmenn

Til baka

Þrír nýir starfsmenn

Þrír nýir starfsmenn hófu störf hjá VIRK nú í maí og júní. Ásta Ágústsdóttir, nýr sérfræðingur  á sviði upplýsingatækni og úrvinnslu gagna og Soffía Eiríksdóttir, sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði, hófu störf í byrjun maí. Kristín E. Björnsdóttir sem gegnir starfi fjármálastjóra hóf störf í byrjun júní.

Kristín E. Björnsdóttir er nýr fjármálastjóri hjá VIRK. Hún útskrifaðist með cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún vann sem rekstrarstjóri hjá RÚV frá 2007, lengst af sem rekstrarstjóri á fréttastofu, svæðisstöðvum og íþróttadeild. Á árunum 2000-2007 vann hún hjá Skýrr, fyrst sem sérfræðingur á fjármálasviði en  svo sem hópsstjóri kostnaðarstýringar og innri þjónustu á fjármálasviði og innheimtustjóri.  Á árunum 1997-1999 vann hún hjá Eimskipafélagi Íslands sem sérfæðingur í hagdeild flutningasviðs.

Ásta Ágústsdóttir er nýr sérfræðingur á sviði upplýsingatækni og úrvinnslu gagna. Hún útskrifaðist sem Iðnrekstrarfræðingur af vörustjórnunarbraut frá Tækniháskóla Íslands 1999. Hún vann hjá Samskip frá 2008 og var fyrst sem sérfræðingur á innanlandssviði en síðast sem sérfræðingur í hagdeild. Árin 1999-2008 vann hún hjá Íslensk-Ameríska verslunarfélaginu, lengst af í markaðsdeild sem vörumerkjastjóri.

Soffía Eiríksdóttir er nýr sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði, hún er hjúkrunarfræðingur frá HÍ og lauk diplómanámi í atvinnu- og stofnanaráðgjöf frá CVU í Álaborg 2003.  Soffía  lauk meistaraprófi í Lýðheilsufræði frá HR 2009 og lokaritgerð hennar var þýðing og staðfærsla á matstæki fyrir Áhugahvetjandi samtal (MITI 3.0). Soffía hefur unnið sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu  fyrir Virk hjá BSRB  sl. 4 ár. Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á skurðsviði Landspítalans auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu- og ráðgjöf.  


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband