Fara í efni

Þjálfarar þjálfaðir

Til baka
Dr. Monika sitjandi til hægri
Dr. Monika sitjandi til hægri

Þjálfarar þjálfaðir

Dr. Monika Finger, sem starfar við Schweizer Paraplegiker-Forschung í Sviss, hélt námskeið nýverið um ICF (alþjóðlega flokkunarkerfið á færni, fötlun og heilsu) fyrir sérfræðinga VIRK á starfsendurhæfingarsviði.

Á námskeiðinu, sem bar yfirskriftina „Þjálfun þjálfara“ (Train the Trainer), var farið yfir grunnatriði ICF, skoðað hvernig það virkar og hvernig hægt sé að beita því í afmörkuðum tilfellum. Jafnframt var farið yfir hvernig hægt er að búa til sérsniðna ICF-þjálfun fyrir mismunandi hópa.

Námskeiðið er hluti af undirbúningi fyrir nýtt gagnaumsjónarkerfi sem innleitt verður hjá VIRK á vormánuðum. Gert er ráð fyrir að starfsendurhæfingarráðgjafar VIRK, sérfræðingar í mötum og fleiri fái í kjölfarið þjálfun í notkun ICF.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband