Fara í efni

Þátttaka í alþjóðlegri rannsókn um mat á starfshæfni

Til baka

Þátttaka í alþjóðlegri rannsókn um mat á starfshæfni

Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem er verið að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga.  Sérstaklega er verið að skoða hvernig unnt sé að nota aðferðarfræði og þætti ICF (International Classification of Function) við mat og greiningu á starfshæfni/vinnugetu einstaklinga. 

Það eru samtök tryggingayfirlækna í Evrópu, EUMASS, sem standa fyrir rannsókninni.  Þetta er fjölstöðva rannsókn þar sem verið er að prófa réttmæti (validation) kjarnasafns (core set) um starfshæfni sem hafa verið þróuð af vinnuhópi um notkun ICF innan EUMASS. Þessi grunnatriði samanstanda af 20 flokkum úr ICF kerfinu sem ætti alltaf að íhuga þegar verið er að meta óvinnufærni til vinnu.

Hér á landi hefur Starfsendurhæfingarsjóður fengið sérfræðinga á Reykjalundi og hjá HNLFÍ í Hveragerði til þáttöku í þessu verkefni.  Það eru læknarnir Ólöf H. Bjarnadóttir og Gunnar K. Guðmundsson á Reykjalundi og Jan Triebel í Hveragerði sem taka þátt í þessari spennandi rannsókn með okkur. 


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband