Fara í efni

Styrkir VIRK 2017

Til baka

Styrkir VIRK 2017

Sérstaklega verður horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rannsóknar- og þróunarverkefna tengdu ungu fólki í styrkveitingum VIRK árið 2017 m.a. vegna þess að hlutfall yngra fólks meðal einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár.

VIRK er heimilt samkvæmt lögum 60/2012 að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu m.a. með styrkveitingum. Veittir eru styrkir tvisvar á ári til virkniúrræða, rannsókna, þróunar og uppbyggingar í starfsendurhæfingu.

Framkvæmdastjórn VIRK úthlutar styrkjunum og þurfa umsóknir að hafa borist sjóðnum fyrir 15. janúar eða 15. ágúst ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar í framhaldinum af framkvæmdastjórn VIRK, í mars og október, að fenginni umsögn frá sérfræðingum sjóðsins.

Hér eru nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir á styrkjum til VIRK og umsóknareyðublöð.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband