Fara í efni

Stjórnvísiverðlaun til Vigdísar

Til baka

Stjórnvísiverðlaun til Vigdísar

Framkvæmdastjóri VIRK, Vigdís Jónsdóttir, hlaut viðurkenningu Stjórnvísis 2015 sem besti yfirstjórnandinn en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhenti verðlaunin.

Í rökstuðningi Stjórnvísi segir: „Verðlaunahafinn er framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og leitt hefur það frumkvöðlastarf sem átt hefur sér stað hjá sjóðnum frá stofnun þess árið 2008. Árangur og ávinningur af starfsemi VIRK-fjárhagslegur og samfélagslegur-er mjög mikill þar sem hann hefur á undanförnum árum skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði. Talnakönnun komst nýverið að þeirri niðurstöðu að um 10 milljarða ávinningur hafi verið af starfsemi VIRK árið 2013 sem skili sér til Tryggingarstofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins að ótöldum ábata hvers einstaklings og samfélagsins alls. Fagleg vinna VIRK hefur m.a. vakið athygli erlendis frá, matsferillinn og þverfaglega teymisvinnan sem hann byggist á er meðal þeirra þátta í starfseminni sem erlendir fagaðilar líta til sem fyrirmyndar.  Verðlaunahafinn er frábær leiðtogi með skýra framtíðarsýn  og markmið.  Skapar vinnuumhverfi þar sem hver einstaklingur fær að nýta hæfileika sína til fulls og ber traust til þeirra . Hann er hvetjandi stjórnandi, góður hlustandi og dregur fram bestu eiginleika síns fólks með jákvæðni og uppbyggilegum stjórnunarhætti, skýrum markmiðum og stuðningi til að ná þeim.“

Í ræðu sinni sagði Vigdís m.a. vera stolt af VIRK og að það hafi verið mikil forréttindi að hafa fengið að byggja starfsemina upp og vinna með öllu þessu góða fólki. „Árangur VIRK má hins vegar þakka öllu því frábæra fólki sem komið hefur að þessu starfi, starfsmönnum, stjórn, ráðgjöfum og öðrum samstarfsaðilum. Starfsendurhæfing snýst um samvinnu fjölmargra aðila í ákaflega flóknum aðstæðum.“ sagði Vigdís.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband