Fara í efni

Starfsendurhæfing samhliða vinnu hjá Reykjavíkurborg

Til baka

Starfsendurhæfing samhliða vinnu hjá Reykjavíkurborg

Komið hefur verið á samstarfi VIRK og Reykjavíkurborgar sem miðar að því að auðvelda endurkomu starfsmanna Reykjavíkurborgar í fyrra starfshlutfall í kjölfar hindrana á þátttöku á vinnumarkaði vegna heilsubrests.

VIRK og Reykjavíkurborg rituðu nýverið undir samning um samstarf um starfsendurhæfingu starfsmanna Reykjavíkurborgar samhliða vinnu. Samstarfið byggir á þróunarverkefni VIRK og Landspítalans sem staðið hefur yfir frá 2016 og góð reynsla hefur verið af. Markmiðið er að bregðast við heilsubresti starfsmanns, styðja hann til starfsenduræfingar og koma í veg fyrir að viðkomandi hverfi af vinnumarkaði og nýta þannig heimildir til skerts starfshlutfalls sem forvörn fyrir langtímaveikindum.

Jónína Waagfjörð sviðstjóri hjá VIRK, Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri hjá Reykjavíkurborg, Lóa Birna Birgisdóttir verkefnisstjóri heilsueflingar hjá Reykjavíkurborg og Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK rituðu undir samstarfssamninginn.

Með samningnum er komið á markvissu og faglegu samstarfi sérfræðinga á vegum VIRK og Reykjavíkurborgar við mótun og innleiðingu verkferla sem auðveldað geta starfsmönnum endurkomu til vinnu í sitt fyrra starfshlutfall eftir tímabundna minnkun á vinnugetu vegna heilsubrests.

Þátttakendur eru starfsmenn Reykjavíkurborgar með versnandi starfshæfni vegna heilsubrests. Ráðgjafar hjá VIRK munu halda utan um mál starfsmanna sem sækja úrræði í starfsendurhæfingu samhliða vinnu og eru tengiliðir á milli samstarfsaðila og þeirra sem koma að starfsendurhæfingarferlinu.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband