Fara í efni

Starfsendurhæfing í Vestmannaeyjum

Til baka

Starfsendurhæfing í Vestmannaeyjum

Á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs starfa sérhæfðir ráðgjafar um allt land sem nýta úrræði fagaðila til að tryggja starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK. Auk þessa er VIRK með samninga við starfsendurhæfingarstöðvar um allt land sem eru grundvallaðir á faglegum forsendum og endurskoðaðir reglulega. 
 
Í Vestmannaeyjum starfar ráðgjafi á vegum VIRK og stéttarfélaganna í heilu stöðugildi og veitir hann vandaða starfsendurhæfingarþjónustu þeim einstaklingum sem þurfa á að halda.  Ráðgjafinn er í samstarfi við ýmsa fagaðila bæði í Vestmannaeyjum og annars staðar um að veita þjónustu eftir mat á þörfum hvers og eins einstaklings.   

Í kjölfar endurskoðunar á þjónustusamningi VIRK við Starfsorku - Starfsendurhæfingu í Vestmannaeyjum var ákveðið að endurnýja ekki samninginn og kortleggja í framhaldinu þörf og umfang þjónustu VIRK í Vestmannaeyjum. Það skal tekið sérstaklega fram að ekki er verið að draga úr starfsendurhæfingarþjónustu í Vestmannaeyjum heldur er markmiðið að tryggja betur einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu í takt við þarfir þeirra einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. 

Þessi ákvörðun var eingöngu tekin út frá faglegum forsendum með það að markmiði að bæta og tryggja fjölbreytta og einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu. Áfram verður áhersla lögð á að nýta sem best þau atvinnutengdu starfsendurhæfingarúrræði sem til staðar eru i Eyjum, hvort sem um er að ræða einstaklings- eða hópúrræði.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband