Fara í efni

Samstarf við lækna

Til baka

Samstarf við lækna

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leggur áherslu á gott samstarf við lækna og annað fagfólk sem sinnir heilbrigðisþjónustu og endurhæfingu.  Markvisst hefur verið unnið að því að þróa skilvirk samskipti og samvinnu við heimilislækna vegna sameiginlegra skjólstæðinga. Nú þegar er VIRK í skipulögðu samstarfi við þrjár heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á nokkrum stöðum á  landsbyggðinni er einnig kominn vísir að svipuðu samstarfi. Samstarfið felst í mánaðarlegum fundum þar sem m.a. er farið yfir flókin einstaklingsmál og tilvísunum komið á framfæri. Með markvissu samstarfi aukast líkur á að leið einstaklings í gegnum kerfið sé heildstætt ferli og starfsendurhæfing skili árangri.

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins og VIRK hafa gert með sér samstarfssamning þar sem skilgreind er aðkoma heimilislækna og greiðsla fyrir læknisvottorð sem kallað er eftir, sérstaklega ef framkvæma á sérhæft mat. Einnig er þátttaka heimilislækna á skilafundum eftir sérhæft mat skilgreind nánar.
Á næstunni kemur inn á heimasíðu VIRK flipinn „Samstarf við lækna“. Þar verður hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar, m.a. eyðublöðin „beiðni um þjónustu“ og „læknisvottorð vegna sérhæfðs mats“. Einnig verða þar upplýsingar um uppsetningu og markmið mánaðarlegra funda innan heilsugæslunnar og meðhöndlun heilbrigðisgagna hjá VIRK.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband