Fara í efni

Samstarf Starfsendurhæfingarsjóðs og Vinnumálastofnunar á Akureyri

Til baka

Samstarf Starfsendurhæfingarsjóðs og Vinnumálastofnunar á Akureyri

Starfsendurhæfingarsjóður og Vinnumálastofnun á Akureyri hafa gert með sér samning um tímabundið tilraunaverkefni á sviði starfsendurhæfingar. Verkefnið byggir m.a. á samstarfi ráðgjafa Vinnumálastofnunar og ráðgjafa sjúkrasjóða  stéttarfélaganna á Akureyri. Tilgangur verkefnisins  er að  ná til og aðstoða einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu  af heilsufarsástæðum eða eru í sérstakri áhættu á að missa starfsgetu í kjölfar langtímaatvinnuleysis,   auka starfsgetu þeirra og aðstoða þá við að komast til vinnu aftur.

Þessir einstaklingar munu fá aðstoð frá ráðgjafa stéttarfélaganna og einnig mun Starfsendurhæfingarsjóður fjármagna viðeigandi úrræði fyrir þessa einstaklinga eftir mat á stöðu þeirra og möguleikum. Starfsendurhæfing Norðurlands kemur einnig að þessu verkefni með skipulagt 13 vikna úrræði.                                                                                               

Tilgangur og markmið verkefnisins eru að:
 1. Móta samstarf Starfsendurhæfingarsjóðs og Vinnumálastofnunar á Akureyri
 2. Ná til og aðstoða einstaklinga sem eiga á hættu að missa starfshæfni í kjölfar atvinnuleysis
 3. Skilgreina og skýra aðkomu Starfsendurhæfingarsjóðs vegna aðstoðar við einstaklinga sem eiga á hættu að missa starfshæfni í kjölfar langtíma atvinnuleysis
 4. Móta og byggja upp árangursrík og hagkvæm úrræði til að virkja þessa einstaklinga og koma þeim aftur í vinnu.
 5. Draga markvisst úr líkum á því að starfshæfni skerðist eða henni verði ógnað vegna heilsubrests í kjölfar langtíma atvinnuleysis
 6. Þróa áfram verkfæri og tæki í nýju starfshæfnismati þannig að þau mæti þörfum ólíkra aðila sem koma að mati á starfshæfni einstaklinga.



Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband