Fara í efni

Samningur við stéttarfélög í Vestmannaeyjum

Til baka

Samningur við stéttarfélög í Vestmannaeyjum

Skrifað hefur verið undir samning við stéttarfélög í Vestmannaeyjum um þjónustu ráðgjafa.  Átta stéttarfélög í Vestmannaeyjum skrifuðu undir samninginn en samningurinn nær til allra félagsmanna þessara stéttarfélaga.  Þessi félög eru Drífandi stéttarfélag, Deild VR í Vestmannaeyjum, Félag iðn- og tæknigreina, Sjómannafélagið Jötunn, Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar, Skiptsjóra og stýrimannafélagið Verðandi, Verkstjórafélag Vestmannaeyja og Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Starfsorka, Starfsendurhæfing Vestmannaeyja, mun taka að sér ráðgjafastarfið fyrir hönd stéttarfélaganna og mun, í samvinnu við þau, bjóða félagsmönnum upp á þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Auglýst verður eftir umsóknum um starf ráðgjafa á næstu dögum.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband