Fara í efni

Ráðstefna um starfsendurhæfingu og starfsgetumat 21. maí

Til baka

Ráðstefna um starfsendurhæfingu og starfsgetumat 21. maí

Árangursrík starfsendurhæfing samhliða markvissu matsferli verður umfjöllunarefni ráðstefnu sem VIRK stendur fyrir í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 21. maí 13.00-16.30 en fagleg þróun hjá VIRK hefur frá upphafi miðað markvisst að því að byggja upp starfsendurhæfingarferil samtvinnaðan við matsferil, þar sem markvisst er horft til styrkleika einstaklingsins en unnið samhliða með þær hindranir sem valda því að viðkomandi getur ekki unnið.

Dagskrá                
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK setur ráðstefnuna

Different Work Ability Assessment in Europe 
Gert Lindenger forseti EUMASS – Evrópusamtaka tryggingalækna

Árangur VIRK – Hvernig getum við gert enn betur?
Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK

ICF rannsóknir og framþróun
Sólveig Ása Árnadóttir dósent við HÍ

New Assessment Method in the Netherlands and the use of ICF
Annette de Wind tryggingalæknir hjá Atvinnutryggingastofnun Hollands

Framkvæmd starfsgetumats VIRK
Sveina Berglind Jónsdóttir deildarstjóri mats og eftirlits hjá VIRK

ICF við mat á færni við vinnu
Inga Jónsdóttir sviðsstjóri iðjuþjálfunar á Reykjalundi

Fundarstjóri: Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.  Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

 

Sjá nánar um um sex ára þróun starfsgetumats hjá VIRK hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband