Fara í efni

Ráðstefna á vegum VIRK: Að meta getu til starfa - Hvað skiptir máli?

Til baka

Ráðstefna á vegum VIRK: Að meta getu til starfa - Hvað skiptir máli?

Við viljum minna á fagráðstefnu á vegum VIRK sem haldin verður fimmtudaginn 11.apríl kl.13:00 - 16:30 á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig). Aðal fyrirlesari er Mansel Aylward frá Centre for Psychosocial and Disability Research í Bretlandi og fjallar fyrirlestur hans um hugmyndir og breytingar í þróun á starfsgetumati.

Aðrir fyrirlesarar eru Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar VIRK, Guðmundur Björnsson, endurhæfingar- og trúnaðarlæknir, Haraldur Jóhannsson, yfirlæknir læknisfræðilegrar ráðgjafar hjá TR og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna hér


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband