Fara í efni

Ráðgjafi í starfsendurhæfingu ráðinn hjá BHM, KÍ og SSF

Til baka

Ráðgjafi í starfsendurhæfingu ráðinn hjá BHM, KÍ og SSF

Búið er að ganga frá ráðningu ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar hjá BHM, KÍ og SSF. Sá einstaklingar sem varð fyrir valinu er Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari. Hún hóf störf þann 14. september og mun hafa aðalstarfsstöð hjá BHM í Borgartúni 6 en mun vinna náið með öllum þessum samtökum og byggja upp góða þjónustu í samræmi við þarfir félagsmanna. Margrét mun vera í 50% starfi fram í miðjan október og þá mun hún fara í fullt starf.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband