Fara í efni

Ráðgjafar hjá BSRB

Til baka

Ráðgjafar hjá BSRB

Búið er að ganga frá ráðningu tveggja ráðgjafa hjá BSRB og munu þeir hefja störf í byrjun september.   Þeir einstaklingar sem urðu fyrir valinu í þessi störf eru Karen Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Soffía Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur.   Starfsstöð þeirra verður hjá sjúkrasjóðum BSRB að Grettisgötu 89 Reykjavík en þær munu einnig eiga góða samvinnu við ráðgjafa utan höfuðborgarsvæðisins vegna félagsmanna aðildarfélaga BSRB á landsbyggðinni.

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband