Fara í efni

Nýtt skipurit VIRK

Til baka

Nýtt skipurit VIRK

Nýtt skipurit VIRK tók gildi 20. nóvember en mikill vöxtur starfseminnar undanfarin ár með tilheyrandi breytingum kallaði á endurskoðun skipuritsins. Við gerð nýja skipuritsins var m.a. tekið mið af ábendingum sem komu fram í stefnumótunarvinnu hjá VIRK sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur með virkri þátttöku stjórnar, starfsmanna, ráðgjafa og sérfræðinga í mati- og rýni. Með nýju skipuriti er m.a. lögð aukin áhersla á faglega þróun, verkefnastjórnun, gagnavinnslu og upplýsingaöflun og miðlun.

„Starfsemi VIRK hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og á sama tíma þá erum við sífellt að þróa og bæta okkar vinnuferla með það að markmiði að auka hagkvæmni og árangur. Til að svo megi verða þá er eðlilegt að skipuritið þróist og breytist í takt við þarfir starfseminnar.“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK „Með nýju skipuriti er m.a. lögð aukin áhersla á faglega þróun, mannauðsmál, betra utanumhald verkefna og styttri boðleiðir í upplýsingagjöf og það er von mín og annarra stjórnenda VIRK að þessar breytingar auki bæði árangur og skilvirkni í starfsemi VIRK“.

Í nýja skipuritinu er deildum innan Starfsendurhæfingarsviðsins fækkað í tvær auk þess að stoðsvið VIRK eru nú þrjú. Lögð er aukin áhersla á að nýta aðferðarfræði verkefnastjórnunar í faglegum verkefnum og komið á fót verkefnastofu VIRK en í henni starfa sjálfstæðir verkefnastjórar yfir verkefnum sem fara þvert á svið og deildir – oft bæði innan og utan Starfsendurhæfingarsviðs.

Sjá má nýja skipuritið hér að ofan og hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband