Fara í efni

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Til baka
Erla Konný
Erla Konný

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Nýr sérfræðingur, Erla Konný Óskarsdóttir hefur tekið til starfa á sviði þróunar, gæða- og eftirlits hjá VIRK.
Erla Konný er með B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A. í stjórnun með sérhæfingu í upplýsingamiðlun frá University Maryland. Hún er með margra ára reynslu í kennslu, ráðgjöf og stjórnun. Síðastliðin sjö ár hefur hún starfað við kennslu og ráðgjöf í gæða-, mannauðs-, skjala-, upplýsinga- og öryggismálum hjá FOCAL Software & Consulting samfara stundakennslu við Háskóla Íslands.
Erla vann í tólf ár í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði m.a. sem ráðgjafi fyrir tölvu- og ráðgjafafyrirtæki og  verkefnastjóri við þróun á tölvuvæddu kennsluefni fyrir stjórn Bandaríkjanna. Þar hafði hún einnig umsjón með þróun og stjórnun upplýsingavefa fyrir tóbaksvarnarráð, hélt námskeið, fyrirlestra, stýrði alþjóðlegum fundum og tók þátt í stefnumótun.

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband