Fara í efni

Norræn ráðstefna á vegum VIRK í haust

Til baka

Norræn ráðstefna á vegum VIRK í haust

VIRK heldur utan um og skipuleggur samnorræna ráðstefnu um starfsendurhæfingu sem haldin verður í fjórða sinn í haust. Ráðstefnan fer fram að þessu á sinni á Íslandi, verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 5.–7. september.

Ráðstefnan sem ber yfirskriftina Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu á Norðurlöndunum er sem fyrr segir skipulögð af VIRK í samstarfi við National Centre for Work and Rehabilitation, Linköpings Univerisitet, Svíþjóð; AiR – Nasjonalt kompetansesenter for arbeidsretta rehabilitering, Noregi; Marselisborg Centret, Public Health and Quality Improvement, Central Region, Danmörk; and the Finnish Institute of Occupational Health, Finnlandi.

Þema ráðstefnunnar verður matsferlið í starfsendurhæfingu og stjórnun þess en auk þess verður sérstök áhersla lögð á samtengingu milli starfsendurhæfingar og vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi og slys. Fjallað verður um mismunandi fyrirkomulag í þessum efnum Norðurlandnna á millum.

Auk þess verður fjallað um starfsemi á Norðurlöndunum sem tengist starfsendurhæfingu og endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys og niðurstöður rannsókna á því sviði kynntar. Skipulag í kringum sjúkraskrif og starfsendurhæfingu verður m.a. til umfjöllunar en fyrirkomulagið er mismunandi á milli Norðurlandanna og á ráðstefnunni mun hvert land fyrir sig lýsa hvernig kerfið er sett upp hjá þeim.

Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu þ.e. sérfræðingum í endurhæfingu innan tryggingar- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, rannsakendum, atvinnurekendum, starfsmönnum stéttarfélaga og sérfræðingum. Þátttakendur og fyrirlesarar munu koma frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi. Skráning á ráðstefnuna og innsending á útdráttum byrjar vorið 2016.

Ráðstefnan fer fram á ensku. Nánari upplýsingar má sjá hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband