Fara í efni

Námskeið 7-11. september

Til baka

Námskeið 7-11. september

Vikuna 7.-11. september eru allir ráðgjafar sem starfa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hjá stéttarfélögum um allt land  á námskeiði hjá sjóðnum.
Á námskeiðinu er fjallað um grunnþætti í starfi ráðgjafanna s.s. hugmyndafræði, mat og mælitæki, siðareglur og persónuvernd, helstu orsakir skertrar starfshæfni, velferðarkerfið, úrræði og tengsl við atvinnulífið, samskipti og samvinnu, upplýsingakerfi , fjármálaráðgjöf og samtalstækni.

Markmiðið með námskeiðinu er að tryggja að allir hafi sama skilning á hugmyndafræði starfsins og að allir séu að nota sömu aðferðir við að aðstoða einstaklinga sem þurfa á aðstoð ráðgjafanna að halda. Þá er einnig mikilvægt að ráðgjafararnir kynnist hver öðrum og starfsfólki Starfsendurhæfingarsjóðs til að auka samskipti og samráð.

Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband