Fara í efni

Minni fjarvistir frá vinnu í einkageiranum í kreppunni í Bretlandi

Til baka

Minni fjarvistir frá vinnu í einkageiranum í kreppunni í Bretlandi

Minni fjarvistir eru frá vinnu í einkageiranum í kreppunni í Bretlandi, en kreppan virðist hafa lítil áhrif á fjarvistir í opinbera geiranum.

Fjarvistir í einkageiranum hafa minnkað mjög frá því á síðasta ári, en samkvæmt tölum frá CIPD (Chartered Institute of Personnel and Development) eru fjarvistir nánast jafn miklar og áður í opinbera geiranum .

Samkvæmt fjarvistakönnun CIPD hefur fjarvistum fækkað úr 7,2 dögum á starfsmann á árinu 2008 í 6,4 daga á þessu ári. Fjarvistir í opinbera geiranum halda áfram að vera háar, þ.e. 9,7 dagar á starfsmann á þessu ári miðað við 9,8 daga í fyrra. 
Ben Willmott, stefnumótunarráðgjafi hjá CIPD segir það vonbrigði að  fjarvistir í opinbera geiranum séu enn svo margar.  CIPD reiknaði út meðalkostnað á fjarvistir starfsmanna á ári og telur meðalkostnað vera 784 pund (163.072 Ikr)  á opinberan starfsmann ári og 666 pund (138.528 Ikr)  á starfsmann í einkageiranum.
Ástæður þessa mismunar milli opinbera geirans og einkageirans eru flóknar. Önnur dreifing á starfsfólki, kynjaskipting, aldursskipting, krefjandi starfsemi og öðru vísi stjórnun, réttindi og skyldur. Fjarvist er t.d. ólíklegri til að hafa áhrif á laun starfsmanns í opinbera geiranum og veikindaréttindi eru meiri.

Ben telur að  árangursrík fjarvistastjórnun feli í sér að finna jafnvægið á milli þess að veita stuðning við að hjálpa starfsmönnum með heilsuvanda að vera áfram í vinnu og koma fljótt aftur til vinnu og að hafa harða afstöðu gegn þeim sem misnota veikindarétt sinn. Mikill misbrestur sé á að þessu jafnvægi sé náð.  
Þessi könnun sem vitnað er í  var gerð áður en Svínaflensan varð fréttaefni, en CIPD sagði að meðalkostnaðartölur vegna fjarvista gætu gefið til kynna þann efnahagslega skaða sem Svínaflensufaraldur gæti valdið. (People Management Magazine 20. júlí 2009)

Hinsvegar varar SWASH (Survey of Workplace Absence Sickness and ill Health) við því árið 2005 að tölur um fjarvistir frá vinnu segi ekki alltaf alla söguna. Þar er bent á að ef leiðrétt er fyrir breytum sem Ben Willmott nefnir sem hugsanlegum skýringum á þeim mismun sem kemur fram í skýrslu CIPD, auk annarra breyta s.s. stærðar fyrirtækis þá komi í ljós að munurinn sé 0,3 dagar á starfsmann á ári að meðaltali. Það breytir þó ekki því að enn er mikið óunnið í fyrirtækjum bæði opinberum og einkafyrirtækjum í Bretlandi á svið fjarvistastjórnunar og það sama á við um Ísland.

 

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband