Fara í efni

Mannabreytingar hjá VIRK

Til baka

Mannabreytingar hjá VIRK

Líney Árnadóttir hóf störf sem sérfræðingur í forvarna og rannsóknadeild VIRK í sumarbyrjun. Líney er náms- og starfsráðgjafi að mennt og hefur langa reynslu á sviði ráðgjafar, vinnumiðlunar og stjórnunar. Hún starfaði síðast hjá STARFi - Vinnumiðlun og ráðgjöf.

Þá hafa orðið breytingar á ráðgjafahópi VIRK.

Eyrún Jana Sigurðardóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf ráðgjafa VIRK á Reykjanesi vegna fæðingarorlofs Ingibjargar Erlendsdóttur. Eyrún er með M.Sc. í mannauðsstjórnun og hefur unnið síðustu ár sem atvinnuráðgjafi hjá STARFi – Vinnumiðlun og ráðgjöf á Reykjanesi.

Helga Bryndís Kristjánsdóttir ráðgjafi VIRK hjá Eflingu kom aftur til starfa í byrjun mars eftir barnsburðarleyfi og Harpa Þórðardóttir ráðgjafi hjá Eflingu lét af störfum um líkt leiti.

Þóra Þorgeirsdóttir ráðgjafi VIRK hjá BHM er komin aftur til starfa úr barnsburðarleyfi. Elín Matthildur Andrésdóttir sem gegndi starfi hennar færir sig yfir til VR þar og kemur í stað Heiðu Bjargar Tómasdóttur ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem farin er í barnsburðarleyfi.

Þá fer Hildur Guðjónsdóttir ráðgjafi VIRK hjá VR í barnsburðarleyfi í haust. Þorsteinn Sveinsson hefur verið ráðinn í hennar stað tímabundið. Þorsteinn útskrifaðist með B.A. próf í félagsráðgjöf með starfsréttindum frá HÍ og hefur síðustu sex ár starfað sem sérfræðingur hjá VIRK þar sem hann hefur m.a. þjálfað og handleitt nýliða í ráðgjafastörf síðustu árin og kann því afar vel til verka á þessum vettvangi.

Guðfinna Alda Ólafsdóttir ráðgjafi VIRK hjá VR fer einnig í barnsburðarleyfi í haust og Ester Lára Magnúsdóttir hefur verið ráðin rímabundið í hennar stað. Ester Lára hefur starfað hjá fjölskyldudeild Akureyrar síðustu fimmtán árin, nú síðast sem verkefnastjóri í félagsþjónustu deildarinnar. Ester er með B.A í félagsráðgjöf og lauk starfsréttindum árið 1999. Hún flytur sig nú suður á bóginn, í Hafnarfjörðinn og hefur störf hjá VR.

Rakel Björk Gunnarsdóttir ráðgjafi VIRK hjá Rafiðnaðarsambandinu, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Matvís, Félagi hársnyrtisveina og Mjólkurfræðingafélagi Íslands á Stórhöfða fer í barnsburðarleyfi í haust og Sigurður Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn í hennar stað tímabundið. Sigurður er iðjuþjálfi að mennt og starfaði nú síðast sem verkefnastjóri hjá Akraneskaupsstað m.a. við virkniúrræði fyrir atvinnuleitendur. Árin 2009–2014 starfaði hann sem sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði VIRK og þekkir því afar vel til málaflokksins.

Þá hefur Steinunn Rósa Guðmundsdóttir verið ráðin í 50% stöðu ráðgjafa VIRK hjá stéttarfélögunum á NV-landi í stað Hönnu Dóru Björnsdóttur sem tekið hefur við skólastjórn Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Steinunn Rósa er með B.Ed af þroskaþjálfabraut og hefur einnig lokið 60 einingum af meistarastigi. Hún er ættuð úr V-Húnavatnssýslu en hefur starfað sem ráðgjafaþroskaþjálfi og verkefnastjóri í málefnum fatlaðra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði síðustu fimmtán ár

Við þökkum þeim sem nú reyna fyrir sér á nýjum vettvangi fyrir samstarfið og góð störf og óskum þeim velfarnaðar. Nýja starfsmenn bjóðum við velkomna í hópinn og óskum þeim velgengni í starfi.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband