Fara í efni

Kallað eftir útdráttum vegna norrænu ráðstefnunnar um starfsendurhæfingu

Til baka

Kallað eftir útdráttum vegna norrænu ráðstefnunnar um starfsendurhæfingu

Kallað er eftir útdráttum (abstract) fyrir erindi og/eða veggspjöld fyrir fimmtu samnorrænu ráðstefnuna um starfsendurhæfingu sem haldin verður í Osló 1-3. október 2018 á Scandic Holmenkollen Park Hotel. 

Norwegian National Advisory Unit on Occupational Rehabilitation í Rauland eru gestgjafar að þessu sinni og skipuleggja ráðstefnuna með norrænum samstarfsaðilum sínum; VIRK Starfsendurhæfingarsjóði, Linköping University í Svíþjóð, Marselisborg Centret í Danmörku og Finnish Institute of Occupational Health í Finnlandi.

Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu þ.e. sérfræðingum í endurhæfingu innan tryggingar- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, rannsakendum, atvinnurekendum, starfsmönnum stéttarfélaga og sérfræðingum.

Nánari upplýsingnar varðandi skráningu á ráðstefnuna og innsendingu á útdráttum má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband