Fara í efni

Jafnlaunavottun VIRK

Til baka

Jafnlaunavottun VIRK

VIRK fékk jafnlaunavottun ÍST 85:2012 fyrst fyrirtækja og stofnana í sínum stærðarflokki á Íslandi.

Alþingi samþykkti árið 2017 lög þess efnis að íslensk fyrirtæki eða stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skuli gangast undir jafnlaunavottun. Meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundum launamun en miðar einnig að því að auka starfsánægju og trú starfsfólks á að mannauðsstjórnun fyrirtækja sé fagleg og gegnsæ og settir séu mælikvarðar og markmið í samræmi við viðkomandi starfsemi.

Í kjölfar samþykktar laganna setti VIRK sér það markmið að fá Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 eins fljótt og auðið væri. Að mörgu var að hyggja í verkefninu sem Auður Þórhallsdóttir, sviðstjóri mannauðsmála, og Kristín E. Björnsdóttir, fjármálastjóri, leiddu.

Meðal annars þurfti að endurskoða stefnur og verklagsreglur og útbúa Jafnréttisáætlun sem send var til samþykktar til Jafnréttisstofu sem gaf VIRK eftirfarandi umsögn; „Jafnréttisáætlun Virk er virkilega vönduð og vel unnin og uppfyllir kröfur sem gerðar eru til slíkra áætlana, vitnað er í jafnréttislög og gildistími tilgreindur.".

Lokaúttekt á jafnlaunakerfi VIRK fór síðan fram 6. apríl sl. og fékk þá umsögn frá vottunarstofu BSI á Íslandi að mælt væri með að VIRK myndi fá jafnlaunavottun og að engin frábrigði hefðu fundist. Útskýrður kynbundinn launamunur var 1,1% konum í hag (R2=0,982) sem er glæsileg niðurstaða. Jafnréttisstofa viðurkenndi í framhaldi jafnlaunavottun VIRK þann18. maí. 

Með því varð VIRK brautryðjandi í að öðlast ÍST 85:2012 vottun fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Jafnlaunavottun gerir VIRK að enn eftirsóknarverðari vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði ríkir.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband