Fara í efni

ISO 9001 vottun VIRK

Til baka
Vigdís og Erla Konný gæðastjóri
Vigdís og Erla Konný gæðastjóri

ISO 9001 vottun VIRK

Mikil áhersla er lögð á bæði gæði og öryggi í þjónustu VIRK og undanfarið ár hafa starfsmenn unnið markvisst að því að skýra og bæta alla þjónustuferla hjá VIRK eftir mikinn vöxt á undanfarinna ára.

Unnið hefur verið að innleiðingu gæðastjórnunarkerfis sem tekur til allra þátta starfseminnar og 2015 var tekin ákvörðun um að stefna markvisst að formlegri vottun gæðakerfis VIRK.

Faggild skoðunarstofa BSI (British Standards Institution) á Íslandi lauk úttekt á starfsemi VIRK nú í janúar og sérstaklega ánægjulegt var að í niðurstöðum úttektarinnar voru engin frávik skráð. Frá febrúarbyrjun hefur gæðakerfi VIRK verið formlega vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001.

„ISO 9001 vottunin er uppskera mikillar og samstilltrar vinnu starfsmanna VIRK og mjög mikilvæg starfseminni“ sagði Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK þegar hún tók við staðfestingu vottunarinnar úr hendi Árna H. Kristinssonar framkvæmdastjóra BSI Íslandi „Hér er um að ræða stóran áfanga hjá VIRK þar sem markmiðið er að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar til framtíðar.“

Vottunin nær yfir alla þjónustu og ráðgjöf VIRK á sviði starfsendurhæfingar. Sjá nánar hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband