Fara í efni

ICF-Kjarnasafn

Til baka

ICF-Kjarnasafn

Eins og áður hefur komið fram þá er Starfsendurhæfingarsjóður þátttakandi  í alþjóðlegri tilraun þar sem er verið að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga. Þessi rannsókn er gerð í samvinnu við  EUMASS, samtök tryggingayfirlækna í Evrópu. Um er að ræða fjölstöðva rannsókn þar sem mat er lagt á réttmæti (validation)ICF- kjarnasafns (core set). Nýlega náðist sá áfangi að meta 50 einstaklinga með þessari aðferðarfræði og hafa þessar upplýsingar verið sendar út til frekari úrvinnslu.  

Það hefur verið ákveðið í samvinnu við þessa erlendu aðila að halda áfram upplýsingaöfluninni og er nú fyrirhugað að stækka rannsóknina með aðkomu fleiri lækna. Eins hefur verið ákveðið að skoða nánar innri áreiðanleika kjarnasafnsins.
Það eru þrír læknar sem hafa unnið með okkur að þessari rannsókn. Þau eru Ólöf H Bjarnardóttir taugalæknir og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, Gunnar K. Guðmundsson endurhæfingarlæknir frá Reykjalundi og Jan Triebel endurhæfingarlæknir frá HNLFÍ Hvergagerði.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband