Fara í efni

Hvernig eflum við endurkomu til vinnu?

Til baka
Frá ráðstefnu VIRK 2015
Frá ráðstefnu VIRK 2015

Hvernig eflum við endurkomu til vinnu?

Boðið er upp á aðalfyrirlesara sem eru leiðandi í rannsóknum og þróun starfsendurhæfingar auk fjölda annarra áhugaverðra fyrirlesara á norrænni ráðstefnu um starfsendurhæfingu sem haldin er á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs á Hilton Nordica Reykjavík  5. – 7. september. 

Á ráðstefnunni verður lögð sérstök áhersla á samtengingu starfsendurhæfingar og vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Fjallað verður m.a. um mismunandi fyrirkomulag í þessum efnum á Norðurlöndunum.

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru þeir Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við University of Oxford, Dr. Reuben Escorpizo, prófessor við University of Vermont og Dr. William Shaw sem er yfir rannsóknum við Liberty Mutual Research Institute for Safety í Massachusetts auk þess að kenna við University of Massachusetts Medical School.

Auk aðalfyrirlesaranna flytja tugir fyrirlesara frá Norðurlöndunum öllum mjög áhugaverða fyrirlestra – dagskránna má sjá í heild sinni á vefsíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu, innan trygginga- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, atvinnurekendum, stjórnendum, starfsmönnum stéttarfélaga og sérfræðingum.

Ráðstefnan er skipulögð af VIRK Starfsendurhæfingarsjóði í samvinnu við Linköping University, Svíþjóð, AIR - National Centre for Occupational Rehabilitation, Rauland Noregi, Marselisborg Centret, Danmörku og Finnish Institute of Occupational Health, Finnlandi.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband